14
.
March
2023

Eyrir Vöxtur fjárfestir í Tulipop

Mynd frá Tulipop

Nýsköpunarsjóður kom fyrst að fjármögnun Tulipop árið 2020 og nú hefur fjárfestingarsjóðurinn Eyrir Vöxtur fjárfest í Tulipop en Eyrir Vöxtur keypti hlut í félaginu fyrir 250 milljónir króna í nýlegri hlutafjáraukningu.

Tulipop, sem var stofnað árið 2010, haslaði sér í upphafi völl með framleiðslu varnings þar sem Tulipop persónurnar eru í lykilhlutverki en hefur síðastliðin ár lagt megináherslu á að þróa og framleiða vandað afþreyingarefni sem byggir á Tulipop heiminum.

Stærsta verkefni félagsins hefur verið framleiðsla teiknimyndaþáttaraðarinnar Ævintýri Tulipop en stefnt er að framleiðslu á fjórum þrettán þátta þáttaröðum og vinna í dag um 100 manns að framleiðslu þáttaraðarinnar, bæði á Íslandi og erlendis. Ævintýri Tulipop er fyrsta íslenska teiknimyndaþáttaröðin sem fer í alþjóðlega dreifingu.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.