3
.
October
2024

Evolytes í hópi efnilegustu sprotafyrirtækja í menntatækni á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum

Mathieu Grettir Skúlason, framkvæmdastjóri Evolytes og Íris Eva Gísladóttir, verkefnastjóri vöruþróunar hjá Evolytes.

Evolytes er meðal fimmtíu efnilegustu sprotafyrirtækja í menntatækni á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum samkvæmt nýjum lista sem Holon IQ tók saman fyrir árið 2024. Tvö önnur íslenskt menntatæknifyrirtæki komust á listann þ.e. Atlas Primer og LearnCove.  

Nordic Baltic EdTech 50 er árlegur listi yfir efnilegustu sprotafyrirtækin þar sem fókusinn er að finna ung, ört vaxandi og nýstárleg fyrirtæki í námi, kennslu og endurmenntun sprotafyrirtækja. Við útgáfu á listanum var horft til fyrirtækja í átta löndum: Finnland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Ísland, Eistland, Lettland og Litháen.

Evolytes er stærðfræðinámskerfi sem sameinar námsbók, námsleik og upplýsingakerfi til að gera stærðfræðinám skemmtilegra og árangursríkara.Námsupplifunin gerist í opnum ævintýraheimi þar sem nemendur safna dýrum og leysa verkefni með því að svara stærðfræðidæmum. Evolytes er notað í fimm heimsálfum og er í hröðum vexti, en námskerfið var valið besta stærðfræðinámsefnið á yngsta stigi á alþjóðlegu menntatækniráðstefnunni BETT 2024.

Evolytes hefur verið í eignasafni Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins frá því árið 2021 en fyrirtækið var stofnað árið 2017.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins óskar stofnendum og starfsfólki Evolytes innilega til hamingju með þessa flottu viðurkenningu sem og AtlasPrimer og Learn Cove.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.