8
.
June
2023

Atmonia hlýtur viðurkenningu fyrir nýsköpun

Mynd Kristins Ingvarssonar frá athöfninni í Háskóla Íslands

Nýverið hlaut Atmonia ehf. viðurkenningu úr Nýsköpunarsjóði dr. Þorsteins Inga Sigfússonar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnilega frumkvöðla og auka áhuga á nýsköpun.

Atmonia er íslenskt sprotafyrirtæki sem þróar sjálfbært ferli fyrir ammoníaksframleiðslu og er félagið í eignasafni Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Markmið Atmonia er að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda með nýjum sjálfbærum tæknilausnum á sviði ammoníaks- og nítratframleiðslu.

Lesa má nánar um viðurkenninguna úr Nýsköpunarsjóði dr. Þorsteins Inga Sigfússonar á vef Háskóla Íslands www.hi.is.

Við óskum þeim í Atmonia innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.