Í maí var haldinn ársfundur Nýsköpunarsjóðs á Kaffi Nauthól þar sem meðal annars var farið yfir árið, stjórnarmeðlimir kvaddir og ný stjórn kynnt til leiks. Í tilefni af 25 ára afmæli Nýsköpunarsjóðs voru einnig frumsýnd myndskeið með viðtölum við núverandi og fyrrverandi framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs um sögu sjóðsins sem og viðtal við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra.
Benedikt Egill Árnason, framkvæmdastjóri Logos, var fundarstjóri en til máls tóku Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, Sigurður Hannesson, þáverandi stjórnarformaður sjóðsins, sem og Örn Viðar Skúlason, fjárfestingastjóri Nýsköpunarsjóðs en hann sagði frá fjárfestingaátaki sem sjóðurinn stóð fyrir í maí. Hrönn kvaddi einnig stjórnarformann Nýsköpunarsjóðs, Sigurð Hannesson og Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, varaformann með virtum.
Á ársfundinum var einnig kynnt ársskýrsla sjóðsins og inn á milli voru sýnd myndböndin með viðtölum við Áslaugu Örnu og framkvæmdastjórana sem sjá má hér að neðan.
Hér að neðan má sjá myndir frá ársfundinum