4
.
September
2024

Ankeri verðlaunað fyrir góðan vöxt

Frá afhendingu vaxtarsprotans 2024 í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal. Ljosmynd BIG

Í gær, 3. september, var fyrirtækið Abler valið Vaxt­ar­sproti árs­ins en velta fyr­ir­tæk­is­ins ríf­lega tvö­faldaðist milli ára. Ankeri Solutions hlaut einnig viðurkenningu fyrir góðan vöxt. 

Ankeri er í eignasafni Nýsköpunarsjóðs og var fyrsta aðkoma sjóðsins árið 2018. Velta fyrirtækisins jókst um 81% á milli ára, fór úr 54 milljónum króna í tæplega 98 milljónir króna. Starfsmenn Ankeri eru 18 en hugbúnaður Ankeri Solutions tengir saman eigendur flutningaskipa og leigjendur þeirra. Markmið Ankeris er að hugbúnaður fyrirtækisins verði til þess að bæta rekstur og skilvirkni í skipaiðnaðinum sem skili sér í hagræðingu í rekstri heimsflutninga. Markaðir félagsins eru fyrst og fremst erlendis og eru því rekstrartekjur að mestu í erlendri mynt.

Sprota­fyr­ir­tækið Abler þróar hug­búnað sem ein­fald­ar og efl­ir íþrótta- og tóm­stund­astarf með því að tengja sam­an iðkend­ur, for­eldra, þjálf­ara og skipu­leggj­end­ur. Velta fyr­ir­tæk­is­ins fór úr 104 millj­ón­um króna í 220 millj­ón­ir króna. Starfs­menn Abler eru 30 tals­ins. 

Há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, af­henti Vaxt­ar­sprot­ann 2024 í Flór­unni í Grasag­arðinum í Laug­ar­dal. 

Nýsköpunarsjóður óskar Abler og Ankeri innilega til hamingju með viðurkenningarnar. 

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.