5
.
January
2024

Alda Öryggi fær fjármögnun frá Nýsköpunarsjóði

Mynd frá Morgunblaðinu: Guðmundur Sigurðsson, Höskuldur Arason, Gunnar Ólafsson og Gísli Níls Einarsson stofnendur Öldu Öryggis.

Þann 5. janúar birti Morgunblaðið viðtal við Gísla Níls Einarsson, framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækisins Öldu Öryggis en Alda Öryggi er eitt af þeim tíu félögum sem Nýsköpunarsjóður valdi í fjárfestingarátaki sjóðsins á síðasta ári. Markmið átaksins er að hraða framþróun efnilegra sprotafyrirtækja.

Alda Öryggi vinnur að því að þróa öryggisstjórnunarkerfi um borð í fiskiskipum og nýtir til þess stafrænar lausnir. Gísli segir m.a. í viðtalinu að sérstaða fyrirtækisins liggi í því að lausnirnar eru þróaðar í samstarfi við sjómenn, skipstjórnarmenn og útgerðir.

Hér að neðan má lesa viðtalið í heild sinni undir tenglar.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.