Þann 5. janúar birti Morgunblaðið viðtal við Gísla Níls Einarsson, framkvæmdastjóra nýsköpunarfyrirtækisins Öldu Öryggis en Alda Öryggi er eitt af þeim tíu félögum sem Nýsköpunarsjóður valdi í fjárfestingarátaki sjóðsins á síðasta ári. Markmið átaksins er að hraða framþróun efnilegra sprotafyrirtækja.
Alda Öryggi vinnur að því að þróa öryggisstjórnunarkerfi um borð í fiskiskipum og nýtir til þess stafrænar lausnir. Gísli segir m.a. í viðtalinu að sérstaða fyrirtækisins liggi í því að lausnirnar eru þróaðar í samstarfi við sjómenn, skipstjórnarmenn og útgerðir.
Hér að neðan má lesa viðtalið í heild sinni undir tenglar.