Í nýlegri grein í Viðskiptablaðinu um íslenska lyfjaþróunarfyrirtækið Akthelia kemur fram að félagið sé að sækja fjármagn til klínískra rannsókna. Akthelia hefur sérhæft sig í þróun lyfja sem magnar náttúrulega ónæmisvarnir líkamans og leggur sérstaka áherslu á að berjast gegn sýkingum sem fylgja krabbameinsmeðferðum.
Akthelia stendur að þróun nýs lyfs sem hefur sýnt lofandi niðurstöður í rannsóknum á dýrum og er fyrirhugað fjármögnunarferli ætlað að fjármagna rannsóknir á þróun lyfsins. Stefnt er á að þær rannsóknir hefjist árið 2026 með það að markmiðið að koma lyfinu á markað árið 2032.
Akthelia var stofnað árið 2002 og er í eignasafni Nýsköpunarsjóðs. Fyrsta aðkoma sjóðsins að fyrirtækinu var árið 2008.
Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu