Sundra
Gervigreind fyrir upptökur af viðburðum
Sundra er myndbandsvinnslukerfi (e. Video editor) fyrir viðburði, sem notast við gervigreind til að sjálfvirknivæða alla vinnslu myndbanda. Eina sem notandinn þarf að gera er að hlaða upp upptökum af viðburði inn í kerfið og Sundra skilar af sér fullunnum myndböndum á innan við 60 mínútum. Kerfið býr bæði til löng myndbönd og notar gervigreind til að búa til stuttar klippur af áhugaverðustu augnablikum viðburðarins sem henta fullkomlega fyrir samfélagsmiðla. Aldrei aftur þurfa þau sem halda viðburði að bíða í margar vikur meðan verið er að vinna myndböndin því Sundra klárar þetta nær samstundis og á mun lægra verði en nú þekkist.
sundra.io