Marea

Varðveisluhúð fyrir grænmeti og ávexti úr þörungahrati

Marea ehf. er sprotafyrirtæki í líftækni sem sérhæfir sig í að þróa umbúða(lausar)lausnir úr þörungum. Marea nýtir hrat úr þörungarækt Algalíf til að vinna þurrefni sem blanda má með vatni og spreyja á ávexti og grænmeti til að lengja líftíma þeirra. Um er að ræða hringrásarhagkerfi þar sem hrat er notað til verðmætasköpunar og getur Marea leyst af hólmi stóran hluta af plastnotkun bænda. Marea hefur einnig þróað Þaraplast, niðurbrjótanlegt lífplast úr þara. Markmiðið er að Þaraplast eða lífplast úr þara verði staðgengill einnota plasts í pökkun matvæla. Þari er einstök endurnýjanleg uppspretta sem er tilvalin til að búa til náttúrulegt plastefni.
marea.is
Stofnað
2021
Fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðs
Eitt af tíu félögum í átaki sjóðsins árið 2023
Útganga Nýsköpunarsjóðs
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.