Humble

Vottaðar kolefniseiningar með minni matarsóun

Humble er smáforrit sem hjálpar fyrirtækjum að minnka matarsóun. Smáforritinu er ætlað að auðvelda miðlun ódýrra matvæla milli kaupenda og seljanda. Matarsóun er gríðarlega stórt vandamál en um 8% af heildarlosun koltvísýring á heimsvísu má rekja til matarsóunar í allri virðiskeðjunni. Einn nærtækasti staðurinn til að láta til sín taka í loftslagsmálum er matarsóun, og þá helst á þeim stað virðiskeðjunnar þar sem að matvæli ganga kaupum og sölu milli aðila. Það hefur verið viðvarandi vandamál hjá þeim sem vilja sporna gegn þessari sóun hafa þurft að flakka á milli miðla, verslana og vefsíðna í leit að góðum tilboðum. Humble markaðstorgið veitir öllum þeim aðilum sem selja matvöru tækifæri á að selja vöruna sína á einum miðlægum stað. Neytendur geta því nálgast á góðu verði í smáforritinu og með því spornað gegn matarsóun. Seljendur vörunnar fá á sama tíma verð fyrir vöru sem oft endar annars í ruslafötum og minnkað losun koltvísýrings. Sigur á öllum vígstöðum.
humble.is
Stofnað
2023
Fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðs
Eitt af tíu félögum í átaki sjóðsins árið 2023
Útganga Nýsköpunarsjóðs
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.