ArcanaBio

Greining á lífmerkjum úr munnvatni til forvarna og betri heilsu

ArcanaBio þróar lausnir sem greina lífmerki úr munnvatni, sambærilegar við greiningar á blóði. Um er að ræða einfaldari, hraðari og ódýrari greininga sem krefjast minna inngrips og kostnaðar sem fylgja blóðsýnatöku. ArcanaBio vinnur að tækni sem hægt er að nota markvisst í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmum bakteríum og öðrum smitsjúkdómum sem herja á samfélagið okkar og innviði þess. Fyrirtækið hefur verið í góðu samstarfi við Sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á síðustu árum og er með rannsóknaraðstöðu og skrifstofu innan spítalans. Teymi ArcanaBio hefur jafnframt leitt samanburðarrannsóknir á munnvatnsaðferð félagsins í samstarfi við Landspítalann, m.a. fyrir Covid-19 með góðum árangri. Teymið býr yfir góðri reynslu og er með mjög sterkt ráðgjafaráð sem samanstendur af sérfræðingum hérlendis og erlendis.
arcanabio.is/
Stofnað
2018
Fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðs
Eitt af tíu félögum í átaki sjóðsins árið 2023
Útganga Nýsköpunarsjóðs
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.