Tyme Wear

Snjallfatnaður fyrir íþróttafólk

Tyme Wear þróar búnað fyrir íþróttafólk sem mælir árangur af æfingum. Lausnin byggir á snjallfatnaði sem íþróttafólk klæðist og mælir þrekþröskulda líkamans út frá öndun viðkomandi. Mjúkir nemar eru felldir inn í snjallfatnað, algrím greina gögnin sem í framhaldinu eru gerð aðgengileg í gegnum notendaviðmót í síma eða tölvu. Tyme Wear hefur sannreynt nákvæmni tækninnar á afreksrannsóknarstofu Harvard háskóla í Bandaríkjunum og með aðstoð frá alþjóðlegu afreksíþróttafólki á heimsmælikvarða. Meðal þeirra eru liðsmenn Team USA í þríþraut, landslið Kanada í frjálsum íþróttum og íslenskt afreksíþróttafólk, svo sem hlaupararnir Aníta Hinriksdóttir og Arnar Pétursson, þríþrautarmaðurinn Sigurður Ragnarsson, meistaraflokkur KR í fótbolta og frjálsíþróttalið ÍR.
tymewear.com
Stofnað
2014
Fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðs
2020
Útganga
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.