Lauf

Gravel hjól og léttir fjöðrunargafflar fyrir hjól

Lauf Forks hf. var stofnað árið 2011 í kringum hugmynd að framúrstefnulegum fjöðrunargaffli fyrir reiðhjól sem var sérhannaður fyrir lítil högg. Fyrsti gaffall félagsins leit dagsins ljós árið 2014. Fyrir á markaði voru einungis stífir gafflar (án fjöðrunar) og svo þungir og viðhaldsfrekir fjöðrunargafflar gerðir fyrir stærri högg og grófari fjallahjólreiðar. Þróunarvinna félagsins hefur leitt af sér fjöðrunartækni sem hefur sérstöðu á markaði og er einkaleyfisvarin. Fyrsta Lauf hjólið kom svo á markað í lok árs 2017. Í dag er helsta afurð félagsins hjól í flokki malarhjóla sem byggja á fjöðrunartækninni. Árið 2020 hætti Lauf að selja vörur í gegnum endursöluaðila og hóf að selja beint til viðskiptavinar (e. Direct-to-Consumer). Bandaríkin er stærsti markaður félagsins og opnaði Lauf vöruhús í Virginíu fylki í ársbyrjun 2023 til þess að sinna þeim markaði betur.
laufcycling.com
Stofnað
2011
Fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðs
2019
Útganga
Það að fá sjóð eins og Nýsköpunarsjóð að gefur hellings trúverðugleika á fyrirtækinu
Benedikt Skúlason, annar stofnanda og forstjóri Lauf
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.