Florealis

Lyfjafyrirtæki sem er sérhæft í skráðum jurtalyfjum og lækingavörum.

Florealis býður upp á úrval skráðra jurtalyfja og lækningavara sem byggja á virkum náttúruefnum. Munurinn á vörum Florealis og hefðbundnum lyfjum er fyrst og fremst sá að vörurnar eru allar gerðar úr virkum efnum frá náttúrunnar hendi. Markaður fyrir jurtalyf er mjög stór víða erlendis. Í Þýskalandi og annars staðar í Mið-Evrópu er hann nánast á stalli með hefðbundnum lyfjum. Markaðurinn er kominn styttra á veg á Norðurlöndunum en hefur verið að stækka hratt undanfarið. Vörur Florealis eru nú fáanlegar í öllum apótekum á Íslandi og fjölmörgum apótekum í Svíþjóð. Allar vörur frá Florealis eru skráðar og viðurkenndar hjá lyfjayfirvöldum á öllum Norðurlöndunum. Floraelis var stofnað af öflugum hópi fólks úr lyfjageiranum sem notaði þekkingu sína á þróun og markaðssetningu lyfja til að hefja framleiðslu á jurtalyfjum.
florealis.com
Stofnað
2013
Fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðs
2018
Útganga
Nýsköpunarsjóður eru með tengsl við innlenda og erlenda aðila sem eykur líkur okkar í framhaldi að fá til liðs við okkur tengda aðila.
Kolbrún Hrafnkelsdóttir, forstjóri og stofnandi Florealis
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.