Dohop
Flugleitarvél með meiru
Dohop þróar og rekur vef sem auðveldar neytendum um allan heim að finna ódýrar flugferðir og tengingar milli þeirra, hvort sem flogið er með lágfargjaldaflugfélögum eða ekki. Í dag fær vefurinn heimsóknir frá flestum löndum heims enda til á 26 tungumálum og mánaðarlega koma u.þ.b. 1 milljón gesta inn á vefinn. Dohop hefur gert auglýsingasamninga við hundruð flugfélaga og ferðaskrifstofa en auk þess selur Dohop flugfélögum og flugvöllum flugleitina sem þau nýta á eigin vefjum. Á vef Dohop er einnig að finna hótel- og bílaleiguleit sem unnin er í samstarfi við erlend fyrirtæki. Tæknin á bak við vefinn stendur traustum fótum og getur auðveldlega afkastað margfalt fleiri gestum. Á undanförnu ári var því lögð meiri áhersla á sölu- og markaðsstarf og áfram verður haldið á þeirri braut á komandi misserum. Dohop var stofnað af Frosta Sigurjónssyni.
dohop.is