Cooori
Veflausn til tungumálanáms
Cooori byggir á áralöngu rannsóknar- og þróunarstarfi við Tokyo Institute of Technology. Cooori býður veflausnir til tungumálanáms sem byggjast á nýjustu tækni í gervigreind, talgreiningu og gagnavinnslu. Lausnir sem geta valdið straumhvörfum í skilvirkni tungumálanáms í heiminum og byggja á flókinni tækni sem er í alþjóðlegu einkaleyfisferli og á sér ekki hliðstæðu. Í fyrstu útgáfu kerfisins var enskumælandi fólki hjálpað að læra japönsku en nú hefur enskukennsla fyrir Japani einnig verið sett á markað. Formlegur rekstur með áskriftargjöldum hófst í maí 2012. Önnur tungumálapör munu fylgja í kjölfarið. Auk þess hefur Cooori gefið út sérlausn fyrir snjalltæki sem heitir Lingo World.
cooori.com