Bara Tala

Tungumálið er lykillinn að samfélaginu!

Bara tala ehf. er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar stafrænu tungumálalausnina Bara tala, sem miðar að því að auðvelda aðfluttum einstaklingum að læra og æfa íslensku í daglegum aðstæðum og á vinnustöðum. Lausnin byggir á íslenskri máltækni og nýtir einfaldar og sveigjanlegar aðferðir til að bæta orðaforða, hlustunarfærni og talhæfni. Sérstök áhersla er lögð á talmál og tengingu við móðurmál notenda, sem gerir tungumálanámið bæði aðgengilegt og áhrifaríkt. Með Bara tala geta notendur lært á sínum eigin hraða og nýtt lausnina hvar og hvenær sem er, hvort sem er í starfi eða daglegu lífi. Fyrirtækið Bara tala ehf. vinnur markvisst að því að styðja innflytjendur í að aðlagast íslensku samfélagi og koma sterkari inn á vinnumarkaðinn. Lausnin hefur þegar verið innleidd á yfir 100 vinnustöðum á Íslandi og heldur áfram að stækka markaðshlutdeild sína með nýjum lausnum og öflugu samstarfi.
baratala.is
Stofnað
2023
Fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðs
2024
Útganga
Við erum stolt af því að njóta stuðnings NSA, sem undirstrikar gildi Bara tala í að aðstoða aðflutta við að ná tökum á íslenskri tungu í starfi og samfélagi.
Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.