3Z
Sebrafiskar notaðir til skimunar lyfja
3Z sprettur upp úr öflugu rannsóknarumhverfi innan tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík og er bakgrunnur stofnenda í taugasálfræði og taugavísindum. Fyrirtækið hefur það að markmiði að markaðssetja aðferð þar sem sebrafiskar eru notaðir til skimunar á sameindum sem hafa áhrif á miðtaugakerfið og stunda þannig skipulega leit að miðtaugakerfislyfjum framtíðarinnar. Aðferðirnar eru mun ódýrari, hraðvirkari og mannúðlegri en þær sem mest eru notaðar í dag. 3Z stefnir á að bjóða skimunarþjónustuna til fyrirtækja í lyfjaþróun. Karl Ægir Karlsson, lektor við tækni og verkfræðideild HR og Haraldur Þorsteinsson stofnuðu 3Z ásamt Háskólanum í Reykjavík.
3z.is