Hlutverk og gildi sjóðsins
Hlutverk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Þá veitir sjóðurinn lán samhliða kaupum á eignarhlutum. Í starfsemi sinni tekur Nýsköpunarsjóður mið af stefnu Vísinda- og tækniráðs. Þá er sjóðnum heimilt að leita samstarfs við aðra aðila á sviði áhættufjármögnunar.
Gildi Nýsköpunarsjóðsins eru ábyrgð, samstarf og framsýni. Nýsköpunarsjóður leggur áherslu á ábyrga fjárfestingarstefnu og fagleg vinnubrögð, gott samstarf við eignasafnið, stoðumhverfi nýsköpunar og fjárfesta og vill með framsýni stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs.