21
.
January
2025

Nýsköpunarsjóðurinn Kría (NSK) tekinn til starfa

Hrönn Greipsdóttir – forstjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu

Nýsköpunarsjóðurinn Kría (NSK)  hefur tekið til starfa í samræmi við lög nr. 90 sem tóku gildi í ársbyrjun 2025.

Þetta þýðir að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Kría sprota- og nýsköpunarsjóður renna saman og til verður nýr sjóður á gömlum grunni.

Þessar vikurnar eru unnið að því að breyta því sem þarf og vinna nýtt efni.  Hér má finna bæði lög og reglugerð NSK.

Nýsköpunarsjóðnum Kríu er ætlað að auka framboð af sérhæfðu fjármagni til sprota- og nýsköpunarfyrirtækja á fyrstu stigum, með það að markmiði að styðja við og efla nýsköpunarumhverfið hér á landi. Hlutverkið er skýrt og munu stjórn og starfsmenn vinna að því af heilum hug. Í síbreytilegu umhverfi er mikilvægt að vera í góðum tengslum við nýsköpunarumhverfið og hlusta eftir því hvar þörfin er mest hverju sinni. Sjóðurinn mun líkt og fyrirrennarar hans leggja mikið upp úr því að eiga gott samstarf við hagaðila og stjórnvöld um það hvaða verkefni skuli hafa forgang.

Við göngum til verka með hækkandi sól og hlökkum til samstarfsins.

 

Hrönn Greipsdóttir – forstjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.