Genis

Vöruþróun og framleiðsla á kítínafurðum

Genís er líftæknifyrirtæki sem þróar nýjar aðferðir til að meðhöndla bólgu- og hrörnunarsjúkdóma einkum í bein- og brjóskvef en einnig í öðrum vefjum líkamans. Áherslur eru þríþættar: Unnið er að þróun aðferða til að nota amínósykrur til að efla græðingarmátt skaddaðs beinvefs með ígræðsluefnum við skurðaðgerðir. Verið er að þróa sykruform sem hægt er að gefa um munn til að sporna gegn vefjaskemmdum af völdum bólgu. Unnið er að rannsóknum sem lúta að því að varpa ljósi á þá ferla sem liggja til grundvallar líffræðilegri virkni amínósykranna. Genís vinnur mikið með innlendum og erlendum vísindamönnum og hefur rekið samstarfsverkefni með fjölmörgum háskólastofnunum og fyrirtækjum. Genís var stofnað af Hólshyrnu ehf.
genis.is
Stofnað
2005
Fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðs
2005
Útganga
Með fjárfestingu Nýsköpunarsjóðs kom inn þekking sem skipti fyrirtækið máli
Hilmar Bragi Janusson, forstjóri Genis
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.