Um sjóðinn

Hlutverk og

stefnur sjóðsins

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er fjárfestingarsjóður sem tekur virkan þátt í þróun og vexti íslensks atvinnulífs með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.
Hlutverk

Hlutverk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Þá veitir sjóðurinn lán samhliða kaupum á eignarhlutum.

Í starfsemi sinni tekur Nýsköpunarsjóður mið af stefnu Vísinda- og tækniráðs. Þá er sjóðnum heimilt að leita samstarfs við aðra aðila á sviði áhættufjármögnunar.

Í hlutverki Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins felst:

 • Að fjárfesta í áhættusömum nýsköpunar-og sprotafyrirtækjum, óháð atvinnugreinum, þar sem líkur eru á miklum vexti og skortur á áhættufjármagni.  Sjóðurinn gerir sambærilegar kröfur til ávöxtunar fjármuna og aðrir áhættufjárfestar.
 • Að eftirfylgd fjárfestinga sé í formi viðbótarfjármagns og lána. Sjóðurinn gerir almennt kröfu um stjórnarsetu tengt fjárfestingum.
 • Að sala á eignarhlutum sjóðsins sé með áherslu á gegnsæi í söluferli.
 • Að laða að innlent og erlent fjármagn til fjárfestinga í íslenskum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.
 • Að vera leiðandi fjárfestir í nýjum verkefnum þar sem við á.
 • Að Nýsköpunarsjóður er traustur og sveigjanlegur og því eftirsóttur til samstarfs við fjármögnun íslenskra nýsköpunar- og sprotafyrirtækja.
 • Að Nýsköpunarsjóður ýti undir bætta stjórnarhætti í félögum sem hann fjárfestir í.
 • Að Nýsköpunarsjóður sé eftirsóttur vinnustaður.

Lög og reglur
 

Framtíðarsýn

Íslensk nýsköpunar- og sprotafyrirtæki hafi aðgang að virkum markaði áhættufjár frá viðskiptahugmynd til vaxtar.

Með virkum markaði áhættufjár er átt við að:

 • Jafnvægi sé á milli arðvænlegra verkefna og framboðs fjármagns sem þarf til þess að hrinda þeim í framkvæmd.
 • Til staðar sé þolinmótt fjármagn fyrir áhættusöm sprotafyrirtæki frá háskólum og rannsóknarstofnunum sem byggja á byltingarkenndum rannsóknum.
 • Gott samband og samvinna sé á milli þeirra sem koma að nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum á öllum stigum fjármögnunar.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er öflugur fjárfestir sem gegnir lykilhlutverki á skilvirkum markaði áhættufjár fyrir nýsköpunar- og sprotafyrirtæki. Með öflugum fjárfesti er átt við að:

 • Stjórnun, starfshættir, aðbúnaður, hæfni, ábyrgð og kjör séu sambærileg við það sem tíðkast hjá öðrum áhættufjárfestum á markaði.

Gildi

Gildi Nýsköpunarsjóðsins eru ábyrgð, samstarf og framsýni.

Stefnur

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins starfar samkvæmt eftirfarandi stefnum:

Teymið

Hrönn Greipsdóttir
Framkvæmdastjóri

Friðrik Friðriksson
Fjármálastjóri

Örn Viðar Skúlason
Fjárfestingastjóri

Stjórn

Valdimar Halldórsson

Valdimar Halldórsson

Valdimar Halldórsson er sjálfstætt starfandi í ýmsum verkefnum og stjórnarsetum. Hann starfaði fram til ársins 2021 sem framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík og Norðursiglingar hf. í samtals fimm ár. Valdimar starfaði í mörg ár á fjármálamarkaði, hjá Íslandsbanka, Marko Partners og H.F. Verðbréf. Auk þess var hann aðstoðarmaður atvinnuvegaráðherra árin 2012-2013. Valdimar er stjórnarformaður Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, situr í stjórn Stapa lífeyrissjóðs, Fjárfestingafélags Þingeyinga ehf. og Veiðifélags Laxár og Krákár.

Ragnhildur Jónsdóttir

Ragnhildur Jónsdóttir

Ragnhildur leiðir þróun stafrænna geðheilbrigðismeðferða hjá heilbrigðistæknifyrirtækinu Sidekick Health. Hún sat jafnframt í stjórn félagsins frá sprotastigi fram yfir Series A fjármögnun, árin 2014-2020. Ragnhildur er forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness og situr einnig í bæjarráði og skólanefnd bæjarins og var áður formaður skipulagsnefndar. Þá er hún nú í varastjórn Samkeppniseftirlitsins. Ragnhildur er með meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands 2005 og meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði frá Buckinghamshire New University 2019.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Heiðrún Lind Marteinsdóttir
varaformaður stjórnar

Heiðrún Lind er með meistaragráðu frá lagadeild Háskólans í Reykjavík 2007. Sama ár öðlaðist hún réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Heiðrún hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en hún starfaði áður sem lögmaður á LEX lögmannsstofu frá 2006 og var í hluthafahópi fyrirtækisins frá 2012-2016. Hún hefur einnig sinnt kennslustörfum við lagadeild Háskólans á Bifröst á sviði samkeppnisréttar og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík á sviði verðbréfamarkað- og félagaréttar, auk þess að hafa komið að kennslu á námskeiði til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómi.

Róbert Farestveit

Róbert Farestveit

Róbert er sviðsstjóri stefnumótunar og greiningar hjá Alþýðusambandi Íslands. Hann útskrifaðist með M.Sc. gráðu í þjóðhagfræði frá Háskólanum í Lundi árið 2012. Róbert hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum innan verkalýðshreyfingarinnar. Má þar nefna ráðgjöf við kjarasamningsgerð, greiningu á efnahags-, skatta-, atvinnu- og vinnumarkaðsmálum ásamt þátttöku í alþjóðastarfi innan verkalýðshreyfingarinnar. Róbert hefur einnig setið í Vísinda- og tækniráði frá árinu 2013.

Sigurður Hannesson

Sigurður Hannesson
formaður stjórnar

Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Áður en hann hóf störf hjá samtökunum í ágúst 2017 starfaði hann á fjármálamarkaði í áratug, síðast sem framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka. Auk þess veitti Sigurður stjórnvöldum ráðgjöf við endurreisn íslensks efnahagslífs. Hann var varaformaður framkvæmdahóps um losun fjármagnshafta 2015 og formaður sérfræðingahóps um Leiðréttinguna 2013.  Sigurður er stærðfræðingur að mennt með doktorspróf frá Oxford-háskóla.