Við hjá Nýsköpunarsjóði óskum Kaptio til hamingju með Vaxtarsprotann sem veittur var félaginu í dag. Það er mjög skemmtilegt að fylgjast með þeim eldmóði, krafti og vinnusemi sem einkennir störf þeirra Arnars Laufdal og Ragnars Fjölnissonar. Nýsköpunarsjóður kom að fjármögnun Kaptio árið 2014 og á 14,5% hlut í félaginu.

Það var einnig ánægjulegt að Gangverk undir forystu þeirra Helga Hermanssonar og Atla Þorbjörnssonar hlaut við sama tilefni viðurkenningu fyrir góðan vöxt. Þar er á ferðinni spennandi verkefni sem enn á fullt inni. Nýsköpunarsjóður kom að fjármögnun félagsins árið 2014.

Nú svo má nefna að Nýsköpunarsjóður kom að uppbyggingu á Kerecis, sem einnig hlaut viðurkenningu fyrir góðan vöxt í dag, en sjóðurinn seldi sinn hlut í félaginu árið 2014.

Það er mikil viðurkenning fyrir Nýsköpunarsjóð að hafa komið að fjármögnun á þremur af þeim fjórum verkefnum sem hér hlutu viðurkenningu fyrir góðan vöxt.
https://www.mbl.is/…/vaxtarsproti_arsins_jok_veltu_um_211_…/