PRIMEX

Leiðandi á heimsmarkaði í framleiðslu og sölu á hágæða kítín og kítósan

Primex ehf. var stofnað 1997 og er fyrirtæki í sjávarlíftækni; sérhæft í framleiðslu á einstaklega hreinu kítíni og kítósani. Hráefnið er eingöngu skel af ferskri kaldsjávarrækju (Pandalus borealis) sem unnin er á Norðurlandi. Fjórtán manns vinna í verksmiðju og á skrifstofu fyrirtækisins á Siglufirði. Primex markaðssetur og selur gæðavottuð, rekjanleg, vísindalega áreiðanleg og nýstárleg efni til margvíslegra nota: LipoSan Ultra® eru fitubindi- og kólesteróllækkandi efni. ChitoClear®-vörulínan er mjög fjölbreytt og er m.a. notuð sem hráefni í matvæli og snyrtivörur og sem aðalefni í plástra og sárabindi og í sáragel fyrir dýr. Nánast öll framleiðsla fyrirtækisins fer á erlendan markað og er fyrirtækið mjög mjög öflugt sölu- og dreifingarnet um allan heim.

www.primex.is

Stofnað
1997

Nýsköpunarsjóður
2001

Útganga
2014

Nýsköpun er mjög mikilvægur
þáttur í hagvexti þjóðar.

Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir – Framkvæmdastjóri

Sjóðurinn kom inn í upphafi og
seldi sig út á góðum tíma.

Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir – Framkvæmdastjóri