PAYANALYTICS

Lausn PayAnalytics spratt upp úr þörf hjá stóru fyrirtæki, sem hafði komist að því að hjá því væri verulegur launamunur. Fyrirtækið einsetti sér að ná launamuninum niður en ári síðar þegar mæling var gerð aftur kom í ljós að enginn breyting hafði orðið á. Fyrirtækið komst því að þeirri niðurstöðu að góður ásetningur væri ekki nóg og að beita þyrfti markvissum gagnadrifnum aðferðum. PayAnalytics var því svarið og bjóða þau upp á greiningartól fyrir launagögn sem hjálpa fyrirtækjum að mæla og í framhaldinu loka sínu launabili.

www.payanalytics.is

PayAnalytics var stofnað árið 2018 af Dr. Margréti Vilborgu Bjarnadóttur, Dr. David Anderson, Sigurjóni Pálssyni og Garðari Haukssyni. Nýsköpunarsjóður kom að félaginu árið 2020.

Stofnað
2018

Nýsköpunarsjóður
2020