Örn Viðar hefur víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri fyrirtækja.  Hann var framkvæmdastjóri markaðssviðs og aðstoðarforstjóri SÍF samstæðunnar á árunum 2000 – 2004 og leiddi m.a. stefnumótun og skipulagsmál.  Þá sat hann stjórnum nokkurra dótturfyrirtækja SÍF erlendis.  Hann var síðan framkvæmdastjóri innlendrar starfsemi SÍF, hjá Iceland Seafood frá 2004 – 2005.  Frá árinu 2005 til 2008 var Örn Viðar forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar og fjárfestinga hjá SPRON, en deildin hafði með almenn kaup og sölu fyrirtækja að gera og stýrði stóru fasteignaverkefni í Berlín. Á sama tíma sat Örn í stjórnum nokkurra dótturfyrirtækja SPRON.  Frá 2008 til 2017 var Örn framkvæmdastjóri Proact heildverslunar.

Örn Viðar lauk prófi í Hagverkfræði frá Tækniháskólanum í Berlín og meistaraprófi í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.