Opnað hefur verið fyrir umsóknir í viðskiptahraðalinn Startup Reykjavík fyrir sumarið 2019. Óskað er eftir umsóknum frá öflugum teymum með nýjar lausnir á sviði tækni og skapandi greina, ætlaðar alþjóðamarkaði. Umsóknarfrestur rennur út 27. mars n.k. en Startup Reykjavík hefst þann 10. júní og lýkur með kynningum verkefna fyrir fjárfestum þann 16. ágúst 2019.

Startup Reykjavík er samstarfsverkefni Arion banka og Icelandic Startups sem rekið hefur verið síðan 2012. Síðan þá hafa 68 fyrirtæki farið í gegnum hraðalinn og hafa þau samtals safnað 3,8 milljörðum í formi fjárfestinga og styrkja. Verkefnið var valið besti viðskipahraðall Norðurlandanna árið 2015 og besti viðskiptahraðallinn á Íslandi árin 2015, 2016, 2017 og 2018.

Smelltu hér til að senda inn þína umsókn!