Ólöf Vigdís starfaði hjá Lyfjaþróun ehf. í tvö ár þar sem hún hafði umsjón með samningum og einkaleyfum fyrirtækisins. Hún starfaði í átta ár hjá Einkaleyfastofunni þar sem hún gegndi ýmsum störfum m.a. lögfræði- og stjórnunarstörfum. Árið 2012 hóf Ólöf störf hjá Háskóla Íslands sem lögfræðingur á vísinda- og nýsköpunarsviði og sérfræðingur Hugverkanefndar Háskóla Íslands og Landspítala í hugverkarétti auk þess að starfa sem framkvæmdastjóri Tæknigarðs og Tækniþróunar. Hjá Háskóla Íslands vann Ólöf Vigdís að hagnýtingu nýsköpunarverkefna, samningum auk þess að koma að stofnun og vinna með sprotafyrirtækjum skólans.

Ólöf Vigdís útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2001, öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi 2004, lauk námi í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum 2006 og er að ljúka MS námi í verkefnisstjórnun frá Háskóla Íslands.