Nýsköpunarþing Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarsjóðs verður haldið mánudaginn 21. október 2019, kl. 15.00-17.00 á Grand Hótel Reykjavík. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2019 verða afhent á þinginu.

Þema þingsins í ár er Sjálfbærni til framtíðar.

Nýsköpunarþing er haldið árlega í samstarfi Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Umfjöllunarefni Nýsköpunarþings hverju sinni tengist rannsóknum, þróun og markaðsmálum en yfirskrift þingsins í ár er Sjálfbærni til framtíðar. Á þinginu verður rætt um sjálfbærni útfrá nýsköpun og hönnun.

Aðalfyrirlesari þingsins er Dr. Leyla Acaroglu sem er heimsþekkt fyrir hugmyndir sínar um hönnun og sjálfbærni. Acaroglu er vinsæll fyrirlesari og hefur fyrirlestur hennar á TED meðal annars fengið yfir milljón áhorf. Hún er leiðandi í kynningum um allan heim í að virkja jákvæða félagslega og umhverfislega breytingu í gegnum skapandi inngrip. Leyla er stofnandi The Unschool of Disruptive Design, Disruptive Design og The CO Project Farm í Portúgal.

Jafnframt munu margir frumkvöðlar segja frá reynslu sinni og hugmyndum um sjálfbærni, hönnun og nýsköpun en meðal fyrirlesara eru Rakel Garðarsdóttir, Jón Ágúst Þorsteinsson og Guðrún Anna Finnbogadóttir.
Nýsköpunarþing er öllum opið og aðgangur ókeypis.

Hægt er að skrá sig á þingið á heimsíðunni:

https://www.nmi.is/is/um-nyskopunarmidstod/skraning-a-nyskopunarthing-2019

Dagskrá

Formleg dagskrá hefst kl. 15.00 og lýkur kl. 17.00 

Ávarp

       Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra

Viðtöl við frumkvöðla og fólk í nýsköpun:

       Skilaboð um framtíðina,  Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, aðgerðasinni og nemandi

Aðalfyrirlesari, erindi

      Dr. Leyla Acaroglu, frumkvöðull, hönnuður og stofnandi UnSchool of Disruptive Design, Disrupt Design og CO Project Farm.

Viðtöl við frumkvöðla og fólk í nýsköpun:

        Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, aðstoðarforstjóri Carbon Recycling International

 Upplýsingatækni í þágu umhverfisins

        Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klappa

 Sjávarútvegur og nýsköpun

        Guðrún Anna Finnbogadóttir, verkefnastjóri Vestfjarðastofu

Viðtöl við frumkvöðla og fólk í nýsköpun:

       Kristinn Jón Ólafsson, verkefnastjóri Snjallborgar hjá Reykjavík

       Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans og fyrrum stjórnarformaður IcelandSIF, félags um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar.

Spennum beltin – ókyrrð framundan

       Rakel Garðarsdóttir, frumkvöðull, framkvæmdastjóri og stofnandi Verandi og Vakandi

Nýsköpunarverðlaun Íslands 2019

      Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra afhendir verðlaunin

Fundarstjóri: Huld Magnúsdóttir, forstöðumaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Í lok Nýsköpunarþings er boðið uppá léttar veitingar.