Erik Byrenius, fjárfestir innleiðir STARTUPDOCS hér á landi. Markmið STARTUPDOCS er að hjálpa frumkvöðlum að sinna starfi sínu í stað þess að eyða tíma og peningum í samningsgerð og samningaviðræður.

Á vefsíðunni startupdocs.is geta fyrirtæki fengið aðgang, endurgjaldslaust, að stöðluðum samningsformum, t.d. skilmálum fyrir fjárfestingu, hluthafasamningi, áskriftarsamningi, ráðningarsamningum o.fl.

STARTUPDOCS var upphaflega innleitt í Svíþjóð 2015 og er núna jafnframt aðgengilegt í Danmörku og Noregi til viðbótar við Ísland.

Skjölin í STARTUPDOCS byggja á sænskri fyrirmynd og hafa verið aðlöguð fyrir íslensk sprotafyrirtæki af lögmannsstofunni Lagahvoll.