Nýsköpunarsjóður
  • Heim
  • Eignasafn
  • Um sjóðinn
  • Fréttir
  • Kría
  • English
Select Page

Nýsköpunarsjóður selur hlut sinn í Völku

9. mars, 2018

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og framtakssjóðurinn Frumtak hafa selt samtals 37% hlut sinn í hátæknifyrirtækinu Völku.

Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku, segir aðkomu nýsköpunarsjóðanna beggja hafa skipt sköpun fyrir vaxtarmöguleika fyrirtækisins á miklu uppbyggingartímabili. Gleðilegt sé að fjárfestingin hafi skilað sjóðunum ábata sem vonandi nýtist öðrum nýsköpunarfyrirtækjum síðar.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins kom fyrst inn sem hluthafi í Völku árið 2008 og Frumtak kom að fyrirtækinu árið 2011.

Fyrirtækið Valka var stofnað í bílskúri Helga Hjálmarssonar árið 2003 og hefur frá upphafi unnið að nýjum tæknilausnum fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. „Mér fannst lítið hafa gerst í þróun á tækjabúnaðar í fiskvinnslum árum saman. Í kyrrstöðu geta falist mikil tækifæri, það er að segja ef hægt er að hreyfa við hlutunum og koma nýjum hugmyndum að. Stuðningur sjóðanna skipti sköpun við það, sem og góð samvinna við atvinnugreinina. Nýjar lausnir í sjávarútvegi gera afurðir einnar helstu auðlindar Íslands enn verðmætari og um leið skapast enn frekari sóknartækifæri fyrir íslenskan iðnað við hönnun tækjabúnaðar,“ segir Helgi.

„Það var afar mikilvægt að fá sjóðina til lið við okkur á sínum tíma. Mér er efst í huga þakklæti fyrir aðkomu þeirra, stuðning og gott samstarf á tímabilinu. Með nýjum hluthöfum og fjármagni stendur félagið sterkt og stefnan sett á áframhaldandi vöxt á komandi árum.“

  • facebook
  • linkedin
  • Like
    0

Nýlegar færslur

  • Markaðsmál sprotafyrirtækja
  • Fyrirtækið Haf vítamín frá Menntaskólanum við Sund var valið fyrirtæki ársins 2022 í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla – JA Iceland
  • Jákvæð afkoma af rekstri Nýsköpunarsjóðs
  • Hrönn Greipsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs
  • Ársfundur Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins

Nýlegar athugasemdir

    Færslusafn

    • maí 2022
    • apríl 2022
    • febrúar 2022
    • janúar 2022
    • desember 2021
    • september 2021
    • júní 2021
    • maí 2021
    • mars 2021
    • nóvember 2020
    • október 2020
    • september 2020
    • ágúst 2020
    • júlí 2020
    • apríl 2020
    • janúar 2020
    • desember 2019
    • nóvember 2019
    • október 2019
    • september 2019
    • júlí 2019
    • maí 2019
    • apríl 2019
    • mars 2019
    • febrúar 2019
    • janúar 2019
    • desember 2018
    • október 2018
    • september 2018
    • júní 2018
    • maí 2018
    • mars 2018
    • febrúar 2018
    • september 2017
    • ágúst 2017
    • júlí 2017
    • júní 2017
    • mars 2017

    Flokkar

    • Uncategorized

    Tækni

    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins

    nyskopun@nyskopun.is
    Sími: 510 1800

    Kringlunni 7, 103 Reykjavík 

    • Follow