Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur selt allt hlutafé í félaginu Gagnavörslunni ehf. til félagsins Kjalar fjárfestingarfélags ehf.  Kjölur er í fullri eigu Guðmundar I. Jónssonar og Þorláks Traustasonar.  Kjölur var leiðandi hluthafi í hugbúnaðarfyrirtækinu GreenQloud ehf. sem var selt til bandaríska stórfyritækisins NetApp sl. haust.

Gagnvarslan ehf. var reist á grunni Azazo sl. haust og hefur síðan þá verið í söluferli hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Þó nokkrir aðilar höfðu sýnt áhuga á því að kaupa félagið en niðurstaðan var að selja það til Kjalar. „Mikilvægt er að rekstrargrundvöllur félagsins verði tryggður og að félaginu komi fjársterkir aðilar með þekkingu á vöruframboði Gagnavörslunar“ segir Huld Magnúsdóttir framkvæmdastjóri sjóðsins í fréttatilkynningu og bætir því við að hún telji félagið eiga bjarta framtíð með núverandi starfsmönnum og þeim metnaðarfulla hópi sem komi nú að rekstrinum.

Starfsemi Gagnavörslunnar skiptist í tvær meginstoðir; skjalastjórnunarhugbúnaðinn Azazo CoreData og vörslusetur áþreifanlegra gagna.