Ný­sköp­un­ar­sjóður at­vinnu­lífs­ins og Hefr­ing ehf. hafa gengið frá sam­komu­lagi um fjár­mögn­un og mun sjóður­inn eign­ast tæp­lega fjórðungs­hlut í fé­lag­inu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu, en Hefr­ing ehf. þróar lausn­ir sem eiga að auka ör­yggi sjófar­enda og veita báta­eig­end­um betri yf­ir­sýn yfir meðferð báta.

Fyrsta vara fé­lags­ins, Hefr­ing Mar­ine, miðar að því að auka ör­yggi og fækka slys­um um borð í hraðbát­um, en hún veit­ir skip­stjórn­ar­mönn­um leiðbein­andi upp­lýs­ing­ar á meðan sigl­ingu stend­ur og rekstr­araðilum báta inn­sýn og grein­ingu á gögn­um um hegðun og viðbrögð á sigl­ingu.

Hóf starf­semi í fyrra

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að búnaðinum megi líkja við öku­rita í bif­reiðum. Hefr­ing stefn­ir jafn­framt á að búa til nýj­ar lausn­ir sem byggja á gögn­um frá bát­um, greina sigl­ingu og aðra þætti sem nota má til að bæta rekst­ur báta.

Hefr­ing hóf starf­semi á síðasta ári. Að fyr­ir­tæk­inu standa þeir Karl Birg­ir Björns­son, Björn Jóns­son og Magnús Þór Jóns­son. Fé­lagið tók þátt í TINC hraðlin­um á veg­um Nordic Innovati­on Hou­se í Palo Alto í Kali­forn­íu í nóv­em­ber 2018 og var einnig valið sem full­trúi Íslands í alþjóðlegri sam­keppni sprota­fyr­ir­tækja, Creati­ve Bus­iness Cup Nati­onal Com­pe­titi­on í Kaup­manna­höfn. Þá hef­ur Hefr­ing verið kynnt við góðar und­ir­tekt­ir fyr­ir fjölda aðila sem starfa á báta­markaði á alþjóðleg­um vett­vangi.

Fyr­ir­tækið sér tæki­færi fyr­ir búnaðinn hjá fjöl­mörg­um not­end­um báta, svo sem hjá rekstr­araðilum ferðaþjón­ustu­báta, skemmti­báta og vinnu­báta, en einnig hjá strand­gæsl­um, björg­un­ar­sveit­um og lög­reglu­yf­ir­völd­um, og kynn­ir á þessu ári fyrstu út­gáfu lausn­ar­inn­ar fyr­ir fyrstu viðskipta­vin­um á Íslandi og í Nor­egi.

Skýr alþjóðleg skír­skot­un

Huld Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Ný­sköp­un­ar­sjóðs at­vinnu­lífs­ins, seg­ir sjóðinn telja Hefr­ing vera áhuga­vert tæknifyr­ir­tæki sem falli vel að stefnu og áhersl­um sjóðsins.

„Fyr­ir­tækið hef­ur skýra alþjóðlega skír­skot­un, veit­ir betri upp­lýs­ing­ar um sigl­ing­ar og rekst­ur báta og stuðlar þannig að fækk­un slysa sem er mik­il­vægt þar sem sí­fellt eru gerðar aukn­ari kröf­ur um ör­ygg­is­mál.“ 

Karl Birg­ir Björns­son, fram­kvæmda­stjóri Hefr­ing, seg­ist ánægður með aðkomu sjóðsins og að aðstand­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins sjái fram á gott sam­starf með því öfl­uga teymi sem þar starfi.

„Aðkom­an styður við áfram­hald­andi þróun og markaðsetn­ingu á Hefr­ing Mar­ine-lausn­inni sem við stefn­um á að koma á markað í sinni fyrstu út­gáfu á næstu mánuðum.“