Undanfarin ár hefur aukin áhersla verið lögð á hvernig hægt er að styðja við og hlúa að sprotafyrirtækjum á Norðurlöndunum. Þetta hefur gert Norðurlöndin meðal þeirra bestu í heiminum þegar kemur að því að stofna og þróa ný fyrirtæki. En þó að Norðurlöndin séu yfir meðaltali meðal OECD ríkja í stofnun nýrra fyrirtækja er áskorunin sú að mörg fyrirtækin ná ekki flugi.
Nordic Scalers vilja breyta þessu!
Nordic Scalers 2.0 (2021-2023) er samvinnuverkefni Nordic Innovation og stofnana á Norðurlöndunum sem eru Business Finland, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Innovation Norway, Danish Business Authority og Vinnova í Svíþjóð. Nýja verkefnið Nordic Scalers 2.0 byggir á grunni frá Nordic Scalers pilot (2017-2019).
Verkefnin eru 3 með mismunandi áherslur.
Upplýsingar er að finna í meðfylgjandi gögnum:
Nýlegar athugasemdir