Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins mun á næstu tveimur árum vera til ráðgjafar í norrænu verkefni sem nefnist „Scale-up“ og er á vegum Nordic Innovation. Tilgangur verkefnisins er að skoða leiðir til að aðstoða félög við að komast yfir þröskuld tiltekinnar stærðar hvort sem er í markaðshlutdeild og/eða veltu og hagnaðar. Öll norðurlöndin eiga fulltrúa frá opinberum fjárfestingasjóðum í verkefninu en auk þess eru fulltrúar frá sprotafyrirtækjum sem og Nasdaq Nordic.  Mikilvægt er að skilja og skilgreina hvað það er sem verður til þess að sprotafyrirtæki ná flugi og er í verkefninu sérstaklega horft til samanburðar við önnur landsvæði í Evrópu og Bandaríkin. Fulltrúar Íslands í ráðgjafahópnum eru Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs og Davíð Helgason hjá Unity / Nordic Makers. Meðfylgjandi er hlekkur á frétt um verkefnið frá Nordic Innovation: http://nordicinnovation.org/en-GB/news/winning-team-has-been-found-for-the-nordic-test-lab-for-scaling/