Nordic Innovation leitar að aðila til að rannsaka hvað stuðlar að uppskölun fyrirtækja og hvaða hindranir liggja á þessu sviði.

Rannsóknin er hluti verkefninu Nordic Scalers sem Nordic Innovation stendur fyrir. Framtíðarsýn verkefnis er að Norðurlöndin verði leiðandi í heiminum í uppskölun fyrirtækja, ekki eingöngu sprotafyrirtækja. Markmiðið er að auka fjölda fyrirtækja sem nær þeim árangri að skala upp starfsemi sína. Til að ná þessu markmiði, er mikilvægt að skilja hvað liggur að baki þeim árangri sem fyrirtæki hafa náð í uppskölun og hvaða hindranir eru á veginum.

Nánari upplýsingar um útboðið má finna á vefsíðu Nordic Innovation. Útboðsfrestur er til 15. janúar 2019.