NetApp Inc. hefur keypt Greenqloud ehf., en þetta eru fyrstu kaup Fortune 500 fyrirtækis á íslensku hugbúnaðarfyrirtæki sem vitað er um. Greenqloud ehf. verður hér eftir NetApp Iceland og verður starfsemi fyrirtækisins áfram á skrifstofum þess í Reykjavík og Seattle. Markmið NetApp með kaupunum er að styrkja leiðandi stöðu sína á markaði hybrid skýjaþjónustu. Þetta eru afar góðar fréttir fyrir íslenskt viðskiptalíf, en kaup sem þessi eru mikil viðurkenning á íslensku hugviti sem og nýsköpunarstarfsemi. Nýsköpunarsjóður varð hluthafi í Greenqloud árið 2011.
Sjá nánar á Northstack northstack.is og mbl.is / mbl.is/vidskipti/frettir/2017/08/17/netapp_kaupir_greenqloud/
Nýlegar athugasemdir