NetApp Inc. hef­ur keypt Greenqloud ehf., en þetta eru fyrstu kaup Fortu­ne 500 fyr­ir­tæk­is á ís­lensku hug­búnaðarfyr­ir­tæki sem vitað er um. Greenqloud ehf. verður hér eft­ir NetApp Ice­land og verður starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins áfram á skrif­stof­um þess í Reykja­vík og Seattle. Mark­mið NetApp með kaup­un­um er að styrkja leiðandi stöðu sína á markaði hybrid skýjaþjón­ustu. Þetta eru afar góðar frétt­ir fyr­ir ís­lenskt viðskipta­líf, en kaup sem þessi eru mik­il viður­kenn­ing á ís­lensku hug­viti sem og ný­sköp­un­ar­starf­semi. Nýsköpunarsjóður varð hluthafi í Greenqloud árið 2011.

Sjá nánar á Northstack northstack.is og  mbl.is / mbl.is/vidskipti/frettir/2017/08/17/netapp_kaupir_greenqloud/