MENTOR

Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína

InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið. InfoMentor gerir skólum kleift að innleiða hæfninám samkvæmt aðalnámskrá með það að markmiði að allir nemendur fái tækifæri til að hámarka sína hæfni. Með því að fá að þróa og þroska hæfni sína eins vel og hægt er í skólanum fá börn ómetanlegt veganesti út í lífið. InfoMentor byggir á nýjustu rannsóknum í kennslufræðum og kenningum um hvernig bæta megi árangur nemenda. InfoMentor styður við faglegt starf skólanna og auðveldar upplýsingaflæði milli heimilis og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru á Íslandi og kerfið er notað af milljónum kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna í Svíþjóð, Íslandi, Bretlandi, Sviss og Þýskalandi. 

www.mentor.is

InfoMentor var stofnað árið 2000 af Jón Aðalsteinssyni og hjónunum Pétri Péturssyni og Vilborgu Einarsdóttur. Nýsköpunarsjóður kom að félaginu árið 2007.

 

Stofnað
2000

Nýsköpunarsjóður
2007

Með aðkomu sjóðsins komu kröfur, festa og faglegri vinnubrögð.

Það koma nýjar hugmyndir, nýjar spurningar, þekking og tengsl.

Vilborg Einarsdóttir,stofnandi

Aðkoma sjóðsins hefur mikið gildi og auðveldar aðkomu annarra fjárfesta.

 Þurfum sjóð sem er tilbúinn að taka áhættu með þessum nýju fyrirtækjum.

Vilborg Einarsdóttir,stofnandi