Ingi Björn hefur víðtæka reynslu í sprotaumhverfinu og starfaði m.a. sem verkefnastjóri hjá Icelandic Startups frá 2017 – 2019 en þar stýrði Ingi Björn verkefninu Nordic Scalers sem var ætlað norrænum vaxtarfyrirtækjum. Ingi Björn hefur komið að stofnun fjölda fyrirtækja, hefur haldið ráðstefnur og aðstoðað fyrirtæki með fjármögnun og styrki. Þá hefur hann verið virkur í umhverfi sportafyrirtækja síðasta áratuginn og hefur aðstoðað yfir 100 fyrirtæki með einum eða öðrum hætti síðasta áratuginn. Ingi Björn situr verkefnastjórn fyrir matvælastefnu Íslands, hann er í stjórn Samtaka Sprotafyrirtækja og jafnframt í stjórn Stjórnvísi.
Ingi Björn er með BA gráðu í Stjórnamálafræði frá Háskóla Íslands og MA gráðu í hagnýtum hagvísindum frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst.
Ingi Björn situr í stjórnum Kaptio, Ankeri, Akthelia, Oxymap og er tengiliður sjóðsins við Atmo.