Nýsköpunarsjóður tók þátt í hlutafjáraukningu hjá Spectaflow. Fyrirtækið, sem þróar hugbúnaðarlausnir fyrir hótel- og gistimarkaðinn, hefur tryggt sér 260 milljóna króna fjármögnun. Vísisjóðurinn Frumtak Venture leiddi fjármögnunina sem nýtt verður til vaxtar erlendis. Nýsköpunarsjóður kom fyrst að fjármögnun Spectaflow árið 2020.

https://www.frettabladid.is/markadurinn/spectaflow-faer-fjarmagn-fra-frumtaki-til-vaxtar/