GREENQLOUD
Hugbúnaðarstakkur fyrir innviði tölvuskýja
Bandaríski hugbúnaðarrisinn NetApp keypti 2017 íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Greenqloud en Qstack hugbúnaðurinn var helsta vara fyrirtækisins. Með QStack geta viðskiptavinir sett upp tölvuský á eigin eða leigðan vélbúnað á einfaldan hátt. Hið uppsetta tölvuský getur verið almennt opið ský („public“), einkaský („private“) eða blandað („hybrid“) og QStack styður sjálfsafgreiðslu fyrir notendur og stjórnendur þjónustunnar. Eru þetta fyrstu kaup Fortune 500 fyrirtækis á íslensku hugbúnaðarfyrirtæki sem vitað er um. Markmið NetApp með kaupunum er að styrkja leiðandi stöðu sína á markaði hybrid skýjaþjónustu. Þessi kaup eru mikil viðurkenning á íslensku hugviti sem og nýsköpunarstarfsemi. NetApp er áfram með starfsemi á Íslandi.
Stofnað
2010
Nýsköpunarsjóður
2011
Útganga
2017
