Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og nýsköpunarnefnd FKA héldu nýlega opin fræðslufund um sölumál erlendis. Á fundinum voru flutt 4 erindi þar sem fyrirlesarar sögðu frá reynslu sinni og deildu ýmis konar fróðleik um sölumál með fundarmönnum. Fyrirlesarar voru þær Helga Árnadóttir hjá Tulipop, Þorbjörg Arórsdóttir hjá Þorbergssetri, Eyrún Eggertsdóttir í Róró og Berglind Johansen hjá Bioeffect / Orf líftækni. Fundarstjóri var Margrét Sanders en Huld Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs setti fundinn og bauð gesti velkomna.

Í máli fyrirlesara kom ýmislegt fróðlegt fram m.a. mikilvægi þess að sprotafyrirtæki, sem hyggja á sölu erlendis, tryggi góða dreifiaðila, verndi ímynd og vörumerki, hugsa vel fyrir útliti, gæðum og frágangi t.d. markaðsefnis og umbúða. Þá töldu þær mikilvægt að ná samningum við aðila sem væru sérhæfðir t.d. í „licensing“ og nýta sér sambönd við „áhrifavalda“. Markaðsstarf og sölustarf á netinu væri jafnframt mikilvægt. Fundargestir sem voru 60 á staðnum og 140 á netinu, vildu spyrja margra spurninga og komust færri að en vildu. Var gerður góður rómur að þessu framtaki FKA og Nýsköpunarsjóðs og ljóst að enn frekari umræða og fræðsla er nauðsynleg sprotafélögum um sölumál erlendis.