FLOREALIS

Florealis sérhæfir sig í þróun og markaðssetningu á skráðum jurtalyfjum við vægum algengum sjúkdómum. Florealis var valið sem annar af tveimur vinningshöfum Iceland’s Rising Star 2016 og eru því á alþjóðlegum lista Rising Star fyrirtækja sem eru talin líkleg til að vaxa hratt á næstu árum.  Munurinn á vörum Florealis og hefðbundnum lyfjum er fyrst og fremst sá að vörurnar eru allar gerðar úr virkum efnum frá náttúrunnar hendi. Florealis býður upp á viðurkennd jurtalyf og lækningavörur fyrir fólk sem krefst gæða og virkni á leið að bættri heilsu. Markaður fyrir jurtalyf er mjög stór víða erlendis. Í Þýskalandi og annars staðar í Mið-Evrópu er hann nánast á stalli með hefðbundnum lyfjum. Markaðurinn er kominn styttra á veg á Norðurlöndunum, en hefur verið að stækka hratt undanfarið. Florealis stefnir á að markaðssetja vörur félagsins á öllum Norðurlöndunum, en áhersla verður lögð á Svíþjóð í fyrstu atrennu.

 www.florealis.is

Félagið var stofnað árið 2013 af Kolbrúnu Hrafnkelsdóttur. Nýsköpunarsjóður kom að félaginu árið 2018.

Stofnað

 

Nýsköpunarsjóður

 

Eignarhlutur sjóðsins

Útganga