BLUE LAGOON

Samspil náttúru og vísinda

Sögu Bláa Lónsins má rekja aftur til ársins 1976 þegar lón myndaðist í Svartsengi út frá starfssemi Hitaveitu Suðurnesja. Fólk prófaði að baða sig í lóninu og í ljós kom að jarðsjórinn hefur jákvæð áhrif á húðina, ekki síst fyrir þá sem þjást af psoriasis húðsjúkdómnum. Bláa Lónið hf. var stofnað árið 1992 og hefur frá þeim tíma unnið markvisst að því að skapa verðmæti úr hinni náttúrulegu auðlind sem jarðsjórinn er, svo sem með uppbyggingu heilsu- og lækningalindar og þróun húðvara.

Bláa Lónið er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og hefur það meginmarkmið að leiða uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu á Íslandi.

www.bluelagoon.is

Stofnað
1992

Nýsköpunarsjóður
1998

Útganga
2004

Mesta þörfin fyrir Nýsköpunarsjóð er fremst í nýsköpunarferlinu, þar sem áhættan er mest.

Grímur Sæmundsen – Forstjóri

Mikilvægt að fá opinbert fjármagn til að ýta áhugaverðum sprotum úr hlaði.

Grímur Sæmundsen – Forstjóri